Ákvörðun Árna Páls kom á óvart

Oddný G. Harðardóttir segir ákvörðun Árna Páls óneitanlega breyta stöðu …
Oddný G. Harðardóttir segir ákvörðun Árna Páls óneitanlega breyta stöðu annarra frambjóðenda um formannsembættið. Ómar Óskarsson

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist virða ákvörðun Árna Páls um að hætta við að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu „Ég var annars bara að sjá þetta og hef ekki náð að tala við hann sjálfan.“

Hún segir ákvörðunina koma sér á óvart, enda sé stutt síðan að Árni Páll tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér áfram. Oddný tilkynnti í mars að hún bjóði sig fram í formannsembættið og segir hún ákvörðun Árna Páls óneitanlega breyta stöðu annarra frambjóðenda um embættið. „Sitjandi formaður hefur alltaf ákveðna stöðu og það er aldrei auðvelt að fara fram gegn honum.“

Spurð um lélegan árangur Samfylkingarinnar undanfarna mánuði og hvort lausnin geti falist í nýrri forystu segir hún: „Mér finnst eðlilegt að flokkur í þessari stöðu reyni allt sem hann getur til að laga stöðuna og eitt af því getur verið að skipta um forystu, en öll erum við nú samt að berjast fyrir sömu stefnunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert