Símaskráin gefin út í síðasta sinn

Símaskráin er að syngja sitt síðasta.
Símaskráin er að syngja sitt síðasta. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Símaskránni fyrir árið 2016 verður dreift til landsmanna í dag í síðasta skipti. Ákveðið hefur verið að hætta útgáfunni en símaskráin hefur verið gefin út frá árinu 1905.

Hún hefur verið hluti af íslensku samfélagi í 111 ár og gegnt mikilvægu upplýsingahlutverki á heimilum landsmanna, segir í tilkynningu frá Já, sem gefur símaskrána út.

Þar segir einnig að skráin hafi markað sér menningarlegan sess í samfélaginu og kápan endurspeglað tíðarandann hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert