Vilja rannsókn á hvítleitu Mývatni

Frá Mývatni.
Frá Mývatni.

„Eina breytan sem hefur aukist er þessi ofboðslega fjölgun ferðamanna. Þeir sem koma t.d. með skemmtiferðaskipi koma hingað, kannski 30-40 rútur á dag, og það segir sig sjálft að það setur aukið álag á skólpið.“

Þetta segir Bragi Finnbogason, formaður Veiðifélags Laxár, en áin rennur úr Mývatni. Óttast hann að vatnið verði aftur hvítleitt í sumar líkt og á síðasta ári í kjölfar aukins bakteríublóma. Leiðir það til þess að veiði verður erfið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kalla veiðifélögin við Mývatn og Laxá eftir rannsóknum yfirvalda á ástandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert