Trén hafa skapað vandræði

Trjágróður í Öskjuhlíð og í Hljómskálagarði er farinn að ógna …
Trjágróður í Öskjuhlíð og í Hljómskálagarði er farinn að ógna flugöryggi. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir að hæð trjánna í Öskjuhlíð, hafi í einstaka tilfellum haft áhrif á flutningsgetu flugvéla félagsins.

Í samkomulaginu sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, gerðu með sér þann 13. október 2013, um lokun NA/SV-flugbrautarinnar, svonefndrar neyðarbrautar, var m.a. eftirfarandi málsgrein: „Þegar lokun NA/SV-brautarinnar hefur verið staðfest verða ný lendingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsynlegur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar.“

Engin tré hafa enn verið lækkuð eða felld, nú tveimur og hálfu ári síðar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, að gríðarlegur munur væri á milli þeirra þátta sem snúa að flugöryggismálum og einhvers samkomulags um einhverja flugbraut. „Það hefur alltaf verið okkar álit, að ekki er hægt að tengja saman samkomulag um lokun á flugbraut og spurninguna um það hvort öryggismál flugvallarins eru í lagi,“ sagði Jón Karl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert