Í vandræðum við lendingu á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan. mbl.is/Árni Sæberg

Eins hreyfils flugvél sveigði af braut eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli stuttu fyrir klukkan 14 í dag eftir að eitthvað kom upp á í lendingarbruni. 

Var norður-suður braut vallarins lokað í kjölfarið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa mun fara yfir atvikið en ekki er vitað hvað gerðist samkvæmt upplýsingum frá Isavia. 

Búið var að flytja vélina út af klukkan 15:10 og flugvöllurinn er kominn aftur í eðlilega starfsemi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert