3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu

Á sjötta tímanum í kvöld varð jarðskjálfti nærri Bárðarbungu. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skjálftinn hafi verið 3,4 stig að stærð.

Fram kemur að skjálftinn hafi orðið klukkan 17:37 í dag um 6 km austsuðaustur af Bárðarbungu.

Um helgina greindi Verðurstofan frá því að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hafi farið stigvaxandi frá miðjum september sl. samkvæmt jarðskjálftamælingum. Alls hafa mælst 45 jarðskjálftar stærri en þrjú stig frá goslokum í Bárðarbunguöskjunni. Sl. föstudag mældist þar skjálfti upp á 4,4 að stærð. Engin merki sjást þó um gosóróa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert