Nú andar suðrið

Spáð er vaxandi sunnanátt á landinu. Myndin er úr safni.
Spáð er vaxandi sunnanátt á landinu. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi sunnanátt um landið vestanvert, 10 – 18 metrum á sekúndu, síðdegis í dag. Skýjað verður og úrkomulítið, en rigning í kvöld og nótt. Á Norðaustur- og Austurlandi er spáð hægari vindi og bjartviðri.

Draga á úr vindi og úrkomu á morgun, suðvestan 5 – 13 síðdegis og dálítil væta, en áfram þurrt fyrir austan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustan til á landinu.

Á morgun er áfram gert ráð fyrir sunnan 10 – 18 m/s framan af degi og rigningu, en þurru að kalla um landið austanvert. Vindáttin snýst í suðvestan 5 – 13 eftir hádegi og dregur úr úrkomu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert