Öll hótel geta sótt um að verða sjúkrahótel

Verið er að reisa sjúkrahótel á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Verið er að reisa sjúkrahótel á lóð Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Styrmir Kári

Allir þeir sem reka gististaði á höfuðborgarsvæðinu geta nú óskað eftir því að fá aðild að nýjum rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að veita þjónustu sjúkrahótels, að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem m.a. felast í aðgengi fyrir hjólastóla og fullu fæði.

Samningurinn nær yfir 11 mánuði, hann á að taka gildi um næstu mánaðamót og hyggjast Sjúkratryggingar greiða rúmlega 113 milljónir fyrir 5.445 gistinætur á þessu tímabili, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alls óvíst er hvort svo mikið gistipláss er laust, en það hefur ekki verið kannað. Fari svo að ekki takist samningar verður ekki boðið upp á þessa þjónustu, en samningur við Sjúkrahótelið Ármúla, sem sinnt hefur þessari þjónustu undanfarin misseri, rennur út um mánaðamótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert