Síldarleiðangrinum er lokið

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í Reykjavíkurhöfn
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Frumniðurstöður úr þriggja vikna löngum leiðangri hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sýna svipað magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar innan landhelginnar austur af landinu og undanfarin ár.

Á svæðinu sunnan við Jan Mayen mældist hins vegar öllu meira af síld en síðustu ár. Þar var í bland ókynþroska síld sem þykir óvenjulegt svona snemma árs, að því er fram kemur í frétt Hafrannsóknastofnunar.

Meginmarkmið rannsóknarleiðangurs Árna Friðrikssonar var að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna suður, austur og norður af landinu. Auk þess var markmiðið að kanna vistkerfi sjávar með rannsóknum á átustofnum og umhverfisþáttum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert