Björgunarstörfum lokið í Reynisfjöru

Stúlkuna, sem lenti í sjálfheldu, má sjá hægra megin á …
Stúlkuna, sem lenti í sjálfheldu, má sjá hægra megin á myndinni í grænni úlpu, en við hlið hennar er Ívar Guðnason, einn björgunarmannanna sem komu henni niður. ljósmynd/Jónas Erlendsson

Erlend ferðakona sem lenti í sjálfheldu í urðinni í Reynisfjöru rétt fyrir austan drangana er komin niður á jafnsléttu með aðstoð björgunarmanna. Björg­un­ar­sveit­in Víkverji frá Vík í Mýr­dal var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú til að aðstoða hana niður.

Erfitt var að kom­ast að kon­unni og nokkuð klettaklif­ur þurfti til, en þrír björg­un­ar­menn komust til henn­ar. Nokkra línu­vinnu þurfti til að koma henni niður og erfitt var fyrir björgunarmenn að at­hafna sig í brattri skriðunni þar sem hún var stödd.

Frétt mbl.is: Erlend ferðakona í sjálfheldu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert