Gyða Hrönn nýr varaformaður BHM

Gyða Hrönn Einarsdóttir, nýr varaformaður Bandalags háskólamanna (BHM).
Gyða Hrönn Einarsdóttir, nýr varaformaður Bandalags háskólamanna (BHM). ljósmynd/BHM

Fulltrúar á aðalfundi Bandalags háskólamanna (BHM) kusu Gyðu Hrönn Einarsdóttur sem nýjan varaformann bandalagsins. Hún hefur verið formaður Félags lífeindafræðinga frá árinu 2014 og starfað fyrir samninganefnd félagsins frá árinu 2005.

Gyða Hrönn er fædd árið 1974, lauk BSc-prófi í lífeindafræði árið 2003 og MS-prófi í sömu grein árið 2014, að því er kemur fram í tilkynningu frá BHM. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og námi til kennsluréttinda í náttúrufræðigreinum.

Frá því að hún var kjörin í samninganefnd FL árið 2005 hefur Gyða Hrönn gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið meðfram störfum sínum sem lífeindafræðingur á Landspítalanum og stundakennari við Háskóla Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert