Vegfarendur fari varlega við ár

Búast má við leysingum og vatnavöxtum næstu daga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fram kemur í athugasemdum veðurfræðings að þónokkur snjór sé í fjöllum, einkum um landið norðan- og austanvert.

„Spáð er hlýjum suðlægum áttum næstu dagana og má búast við talsverðri leysingu. Samfara hlýindunum verður drjúg rigning með köflum á vesturhelmingi landsins. Búast má við vexti í ám og lækjum af þessum sökum fram á helgina og eru vegfarendur hvattir til að sýna sérstaka gát við ár,“ segir ennfremur.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera annars ráð fyrir suðvestan 10-18 metrum á sekúndu, en 18-23 norðvestanlands. Suðvestan 8-15 m/s verða hins vegar seint á morgun. Úrkomulítið verður á Austurlandi en annars súld eða rigning. Hiti verður á bilinu 8 til 14 stig að deginum, en allt að 20 stig Austanlands.

Búast má við hvössum vindhviðum, á bilinu 30-35 m/s, norðvestanlands á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert