Bregðist strax við neyð flóttamanna

Flóttamenn og innflytjendur í Kalohori-flóttamannabúðunum.
Flóttamenn og innflytjendur í Kalohori-flóttamannabúðunum. AFP

Akkeri, samtök áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, skora á stjórnvöld að bregðast umsvifalaust við neyð flóttamanna í Grikklandi með því að bjóða hópi fólks hæli á Íslandi. Hafa samtökin hleypt af stað undirskriftasöfnun á vefsíðu sinni.

Þórunn Ólafsdóttir, sem sinnt hefur sjálfboðaliðastarfi, m.a. á grísku eyjunni Lesbos, fer fyrir samtökunum. Hún segir að Akkeri hafi fundið sterkt fyrir samkennd sem Íslendingar hafa með fólki á flótta og miklum vilja til að tryggja öryggi þeirra og velferð. „Nú biðjum við fólk um að sýna þá samkennd í verki með því að skora á stjórnvöld að bregðast fljótt við þeirri neyð sem hér ríkir og bjóða hópi fólks hæli,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu.

„Grikkir þurfa aðstoð til að leysa vandann og flóttafólk þarf á því að halda að önnur ríki sýni hugrekki og rjúfi þá samstöðu sem virðist ríkja meðal Evrópuþjóða um að gera ekkert,“ segir Þórunn sem er stödd í Grikklandi. 

Undirskriftasöfnunina má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert