Ingólfur ætlar að reyna aftur við tind Everest-fjalls að ári

Snjóflóðið situr í honum. Ingólfur Axelsson stefnir á ný á …
Snjóflóðið situr í honum. Ingólfur Axelsson stefnir á ný á topp Everest. mbl.is/RAX

Ingólfur Axelsson ætlar sér að ganga á tind Everest-fjalls að ári. Hann og Vilborg Arna Gissurardóttir voru tvö ár í röð stödd í hlíðum fjallsins þegar náttúruhamfarir urðu.

Hann segir mikla sorg ríkja í Nepal og meðal fjallgöngumanna vegna frétta undanfarinna daga, en í vikunni hafa fimm fjallgöngumenn látið lífið á Everest.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Vilborg Arna hörmungarnar í fyrra enn hafa mikil áhrif á sig. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún reyni aftur að ganga fjallið, en vill ekki útiloka það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert