Stormur fram eftir degi

Spáð er leysingu og vatnavöxtum á næstu dögum. Myndin er …
Spáð er leysingu og vatnavöxtum á næstu dögum. Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Veðurstofan varar við því að búast megi við hvassviðri eða stormi norðvestanlands fram eftir degi. Þá megi búast við leysingu og vatnavöxtum næstu daga. Hlýtt verður í veðri austanlands og gæti hiti náð allt að tuttugu gráðum.

Stíf suðvestanátt ríkir í dag, jafnvel stormur norðvestanlands fram eftir degi, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Súld eða rigning, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýtt í veðri, hiti allt að 20 stig austanlands.

Spáð er sunnanátt á morgun, hvassast og blautast vestan til, en þurrast á norðaustanverðu landinu þar sem hámarkshiti nær líklega 20 stigum. Léttskýjað fyrir norðan og austan á laugardag, en dregur úr úrkomu vestanlands. Hiti breytist lítið, áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert