Um 15% stúlkna fara í ljós

Um 10% fullorðinna Íslendinga fara í ljós. Nokkuð er um …
Um 10% fullorðinna Íslendinga fara í ljós. Nokkuð er um að börn og unglingar fari í ljós.

Dæmigerður ljósabekkjanotandi er 18-24 ára kona sem býr í Reykjavík. Hún er með grunnskólapróf og fjölskyldutekjur hennar eru lægri en 250 þúsund krónur á mánuði.

Þetta sýnir könnun sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp um varnir gegn útfjólubláum geislum. Þar var spurt um ljósabekkjanotkun Íslendinga í fyrra og reyndist hún vera um 10% meðal fullorðinna landsmanna, en dregið hefur verulega úr henni undanfarinn áratug.

Könnunin sýnir líka að rúm 15% stúlkna á aldrinum 12-17 ára fara í ljósabekki, þrátt fyrir að notkun þeirra sé óheimil fólki yngri en 18 ára í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um ljósabekkjanotkun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert