Skorinn á höndum eftir innbrot

Frá Skipholti. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar …
Frá Skipholti. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. mbl.is/Golli

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn skammt frá verslun í Skipholti á öðrum tímanum í nótt, grunaður um innbrot þar. Hann var með mun úr versluninni á sér og skorinn á höndum eftir að hafa brotið rúðu. Innbrotsþjófurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og síðan vistaður í fangageymslu lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo aðra menn í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Klukkan rúmlega 19 var ungur maður handtekinn grunaður um þjófnað, vörslu fíkniefna og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Rétt fyrir klukkan 20 var annar maður handtekinn en hann er grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Hann var einnig vistaður í fangageymslu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert