Evrópumótið í Frakklandi verður ekki í líkingu við neitt sem við höfum gert áður

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í fótbolta.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í fótbolta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég held að maður muni ekki gera sér grein fyrir því hversu stórt ævintýri þetta verður, fyrr en á staðinn verður komið,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um lokamót Evrópukeppninnar í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Við höfum tekið þátt í ýmsum mótum en ég er viss um að þetta verður ekki í líkingu við neitt sem við höfum gert áður. Umtalið um keppnina er mikið og öryggisgæslan verður svakaleg, ekki síst vegna hörmunganna í Frakklandi fyrir nokkrum mánuðum,“ heldur fyrirliðinn áfram.

Hann segir Evrópukeppnina stóran sýningarglugga og aldrei að vita hvað gerist að henni lokinni. Hann á tvö ár eftir af samningi við Cardiff en segist stefna að því að komast í stærra lið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert