Þingi frestað 2. júní

Samkvæmt endurskoðaðri starfsáætlun Alþingis verður þingi frestað næsta fimmtudag, þann 2. júní, en í þarnæstu viku, dagana 6. til 9. júní verða nefndadagar.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir í Morgunblaðinu í dag, að á mánudag verði fyrirspurnafundur á Alþingi og á mánudagskvöld eldhúsdagsumræður. Hefðbundnir þingfundardagar verði þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur í næstu viku. Þingi verði frestað á fimmtudag en fjórir nefndadagar verða í þarnæstu viku.

„Síðan hefjast þingstörf á nýjan leik þann 10. ágúst með þriggja daga nefndafundum og 15. ágúst hefjast þingfundir sem standa til 2. september, en þá verður þingi frestað,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert