Fjölskyldulið í WOW Cyclothon

Hluti af Team Family við æfingar.
Hluti af Team Family við æfingar. Mynd/Team Family

„Við erum fjölskylda sem er að fara saman í WOW Cyclothon. Móðir mín hjólaði hringinn í kringum landið fyrir allnokkrum árum og við erum að heiðra það með því að fara hringinn núna,“ segir Brynjar Gunnlaugsson í Team Family sem tekur þátt í WOW Cyclothon nú í júní.

Liðið samanstendur af tíu manns úr fjölskyldunni. Elsti þátttakandinn er Sólveig Júlíusdóttir. Hún er 64 ára og vön hjólamanneskja sem hefur áður hjólað hringinn í kringum landið ein. Yngsti þátttakandinn er 17 ára gamall og því mikil fjölbreytni í hópnum og nokkuð jöfn skipting kvenna og karla.

„Við erum ekki mikið hjólafólk fyrir utan móður mína. Þetta er allt venjulegt fólk, ekkert okkar er mikið íþróttafólk en við ætlum að fara í þetta til að hafa gaman. Við höfum svo aðeins verið að æfa okkur,“ segir Brynjar.

Þótt þetta sé að vissu leyti fjölskyldufrí segist Brynjar búast við því að þetta verði erfitt. „Þetta verða auðvitað 2–3 sólarhringar af átökum en þetta verður samt sem áður bara fjör.“

Undirbúningur fyrir sólarlandafrí

Hann segir hópinn hafa mismikið náð að æfa sig fyrir þrekraunina. „Við höfum mismikið æft en erum ágætlega undirbúin. Við höfum fundað aðeins og fengði til okkar fólk sem er búið að fara þetta áður og höfum fengið leiðbeiningar frá því.“

Fjölskyldan fer svo seinna í sumar saman í frí til Spánar. Brynjar segir Cyclothonið vera góðan undirbúning fyrir sólarlandafríið. „Við förum öll fjölskyldan saman til Spánar í sumar. Markmiðið var að styrkja okkur aðeins fyrir það og láta okkur líta aðeins betur út á ströndinni,“ segir Brynjar.

Sólveig Júlíusdóttir er elsti þátttakandi liðsins. Árið 1993 hjólaði hún …
Sólveig Júlíusdóttir er elsti þátttakandi liðsins. Árið 1993 hjólaði hún ein umhverfis landið. Mynd/Team Family
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert