Boða til mótmæla vegna brottvísunar

Eze Okafor var vísað úr landi í síðustu viku.
Eze Okafor var vísað úr landi í síðustu viku. mbl.is

Samtökin No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið á morgun klukkan 12:30 þar sem þess er krafist að Ólöf Nordal innanríkisráðherra, gangist við ábyrgð sinni í máli Eze Okafor, flóttamanninum sem var vísað úr landi í síðustu viku.

Frétt mbl.is: Vilja aðkomu Ólafar Nordal

Að sögn forsvarsmanna hópsins synjaði Ólöf beiðni hópsins um viðtal þar sem hún tjáir sig ekki um einstök mál. „Það er því ekki seinna en núna sem að við neyðumst til þess að safnast saman og krefjast þess að innanríkisráðherra gangist við ábyrgð sinni og komi í veg fyrir að brottvísun þessi leiði til óafturkræfra afleiðinga!“ segir í lýsingu Facebook-viðburðar mótmælanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert