Nemendum líst vel á verkið

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhjúpa Tungumálaregnbogann …
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhjúpa Tungumálaregnbogann í Fellaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nemendum Fellaskóla líst vel á listaverkið Tungumálaregnbogann, sem afhjúpað var í skólanum í morgun. Verkið er unnið af nemendum skólans í tilefni Barnamenningarhátíðar, en það samanstendur af 140 lituðum plötum með áletruðum heitum litanna á 23 tungumálum og sýnir þann menningarlega fjölbreytileika sem skólinn státar sig af.

Frétt mbl.is: Töluð um 23 tungumál í Fellaskóla

Lilja Alfreðsdóttir, innanríkisráðherra og fyrrum nemandi Fellaskóla, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpuðu verkið að lokinni skemmtidagskrá á sal skólans í dag. Blaðamaður mbl.is var viðstaddur afhjúpunina og ræddi við nokkra nemendur skólans.

Mary Jane Padua Rafael, nemandi í 10. bekk í Fellaskóla.
Mary Jane Padua Rafael, nemandi í 10. bekk í Fellaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mary Jane Padua Rafael er 15 ára og nemandi í 10. bekk Fellaskóla. Hún talar fjögur tungumál; íslensku, ensku, tagalog og bisaya og stefnir á nám við Menntaskólann við Hamrahlíð í haust. Aðspurð segist hún hrifin af verkinu. „Mér finnst það alveg mjög fallegt. Góð hugmynd.“

Roman Chutov, nemandi í 5. bekk í Fellaskóla.
Roman Chutov, nemandi í 5. bekk í Fellaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Roman Chutov er í 7. bekk og er rússneskur að uppruna. Hann talar þrjú tungumál; íslensku, ensku og rússnesku og líst vel á verkið. 

Annija Keita Mezenieces og Guðrún Bettý Teshalesdóttir eru í 5. bekk í Fellaskóla og tóku þátt í gerð verksins. Annija talar fjögur tungumál; íslensku, ensku, lettnesku og rússnesku og Guðrún þrjú; íslensku, ensku og eþíópísku. Segjast þær báðar kunna vel við sig í Fellaskóla, þó þær hlakki til sumarfrísins, þar sem þær ætla að taka þátt í Color Run-hlaupinu.

Annija Keita Mezenieces og Guðrún Bettý Teshalesdóttir, nemendur í 5. …
Annija Keita Mezenieces og Guðrún Bettý Teshalesdóttir, nemendur í 5. bekk í Fellaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert