Ólympíufarar hlusta á WHO

Aðgöngumiðar að íþróttakeppni á ólympíueikunum í Rio.
Aðgöngumiðar að íþróttakeppni á ólympíueikunum í Rio. AFP

„Við fylgjumst með hvað Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er að gera sem og Alþjóðaólympíunefndin og framkvæmdanefnd leikanna,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, spurð um viðbrögð ÍSÍ við opnu bréf sem 150 læknar, vísindamenn og fræðimenn um heim allan sendu frá sér um helgina.

Hópurinn krefst þess að Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í ágúst verði aflýst vegna hættunnar sem stafar af zika-veirunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur hins vegar gert lítið úr áhyggjum af hættunni sem stafar af zika-veirunni og tekur ekki undir áskorun hópsins. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að engin ástæða sé til þess að fresta leikunum.

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir Ólympíuleikana stendur nú sem hæst og segir Líney að skipuleggjendur og fararstjórar hópsins muni fylgjast grannt með gangi mála fram að leikunum. Hún telur þó ólíklegt að íslensku keppendurnir muni hætta við þátttöku á leikunum. „Við munum funda með ólympíuförunum og uppfræða þá, en endanleg ákvörðun liggur hjá þeim. Við munum ekki neyða neinn til að fara á leikana.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert