Batti veiddist í annað sinn

Battinn sem veiddist við Ísland.
Battinn sem veiddist við Ísland. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Batti, sjaldséður fiskur, veiddist í botnvörpu á Örfirisey RE á 965 metra dýpi við Reykjaneshrygg fyrr í mánuðinum og var fiskurinn afhentur Hafrannsóknarstofnun fyrir skömmu. Þetta er einungis í annað sinn sem batti veiðist við Ísland svo vitað sé. Fyrra skiptið var í júní 2007, en sá veiddist í botnvörpu á 550–770 metra dýpi í Skaftárdjúpi.

Að sögn Jónbjarnar Pálssonar hjá Hafrannsóknarstofnun er batti af blökufiskaætt og lifir tegundin í Atlantshafi; frá Kanada til Mexíkóflóa í vestri og frá Írlandi til Grænhöfðaeyja í austri. Segir Jónbjörn að svo virðist sem tegundin sé að ýta útbreiðslusvæði sínu norðar, hugsanleg vegna hlýnunar sjávar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert