Íslenskur flugstjóri með Delta

John Swanholm Magnusson
John Swanholm Magnusson mbl.is/Árni Sæberg

Þegar bandaríska flugfélagið Delta Airlines fór í sitt fyrsta flug milli Íslands og Minneapolis sl. föstudag var flugstjórinn íslenskur, Jón Swanholm Magnússon yngri, eða John Magnusson eins og hann heitir í Vesturheimi. Hann var einnig flugstjóri í fyrstu ferð félagsins milli New York og Íslands árið 2011.

Jón fæddist í Reykjavík 1956 en fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni þriggja ára að aldri. Foreldrar hans voru Edda Svava Stefánsdóttir og John Swanholm Magnusson, vélaverkfræðingur hjá bandaríska ríkinu. Afi og amma Jóns í föðurætt voru Margrét Guðmundsdóttir frá Hrísey og Gunnar Magnússon úr Svarfaðardal. Afi og amma í móðurætt voru Stefán Ólafur Björnsson, sem ólst upp í Laufási í Eyjafirði, og Kristín María Kristinsdóttir, starfsmaður Landsbankans til fjölda ára.

Eftir að hafa verið sjö ár sem flugmaður í bandaríska sjóhernum hvarflaði að Jóni árið 1985 að sækja um starf flugmanns hjá Loftleiðum. Á sama tíma buðust mörg störf í Bandaríkjunum og gerðist hann flugmaður hjá Northwest Airlines. Við samruna Delta og Northwest hélt Jón stöðu sinni sem flugstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert