Leita Bandaríkjamanns á Snæfellsjökli

Arnarstapi með Snæfellsjökul í bakgrunni.
Arnarstapi með Snæfellsjökul í bakgrunni. www.mats.is

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru nú á fjórða tímanum kallaðar út til leitar að Bandaríkjamanni sem er talinn týndur á Snæfellsjökli. Þetta staðfestir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í samtali við mbl.is.

Uppfært kl 16:35: Allar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Vesturlandi hafa nú verið kallaðar út vegna leitarinnar. Maðurinn varð viðskila við félaga sinn um hádegisbil og síðan hefur ekki orðið vart við hann. Leitað verður á snjóbílum og vélsleðum auk þess sem gönguhópar verða nýttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert