5000 töskur á klukkustund

„Með þessum nýja töskuflokkara getum við annað u.þ.b. 5.000 töskum á klukkustund,“ segir Maren Lind Másdóttir, stjórnandi töskuflokkunarkerfa á Keflavíkurflugvelli, um endurbætt kerfi á vellinum.

Miklar framkvæmdir eru nú á vellinum og afkastageta töskuflokkunar jókst verulega fyrr í mánuðinum þegar ný 2.000 fermetra aðstaða til töskuflokkunar var tekin í notkun. 

Hvert metárið í ferðaþjónustu og umferð um Keflavíkurflugvöll hefur rekið annað. Á síðasta ári fóru tæplega fimm milljónir farþega um völlinn og talið er að þeir gætu orðið sjö milljónir í ár. 

<div></div><div>Það er því verðugt verkefni fyrir starfsmenn flugvallarins að sjá til þess að allar töskurnar sem geyma verðmæti og persónulega muni fólks komist á rétta áfangastaði. mbl.is kíkti á nýja aðstöðu til töskuflokkunar á vellinum fyrr í vikunni. </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka