Vatnsrennibraut niður Bankastrætið

Vatnsrennibrautin gæti litið einhvern veginn svona út.
Vatnsrennibrautin gæti litið einhvern veginn svona út. Skjáskot/ YouTube

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að veita Nova og samstarfsaðilum þeirra leyfi til að „blása til vatnsrennibrautarpartýs niður Bankastrætið“ laugardaginn 2. júlí.

Frá þessu greinir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í vikulegu fréttabréfi sínu. Skrifar borgarstjóri að nú sé bara að vona að Veðurstofan spili með.

Samkvæmt borgarstjóra gefur myndbandið hér að neðan ágæta mynd af því sem fram undan er í Bankastræti.


 

Nova og samstarfsaðilar þeirra ætla að blása til vatnsrennibrautarpartýs niður Bankastrætið næsta laugardag 2. júlí. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að veita þeim leyfi fyrir þessum skemmtilega viðburði sem lífgar upp á borgina. Nú er bara að vona að Veðurstofan spili með. Hér er myndband sem lýsir því ágætlega sem til stendur. Sjáumst í Bankastrætinu laugardaginn 2. júlí!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert