Íslenskir hagsmunir skuli tryggðir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru auðvitað stórtíðindi,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra um ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu.

Um stöðu Íslands segir hún: „Við viljum auðvitað halda áfram góðu samstarfi við Bretland. Viðskipti okkar við Breta skipta okkur gríðarlegu máli. Þetta er okkar stærsta útflutningsríki og mikill fjöldi ferðamanna kemur hingað frá Bretlandi.“

Hún segir utanríkisráðuneytið hafa undirbúið þennan dag í nokkurn tíma. „Við höfum kortlagt hverjir möguleikarnir eru fyrir Ísland og hvernig við tryggjum íslenska hagsmuni. Í því efni horfum við á þrennt: Í fyrsta lagi á þann möguleika hvort hægt væri að gera tvíhliða efnahags- og viðskiptasamning á milli Íslands og Bretlands. Í öðru lagi að EFTA-ríkin hafi með sér samstarf og vinni að því að tryggja hagsmuni sína og breskra stjórnvalda undir EFTA-samvinnunni. Í þriðja lagi að EES-ríkin gætu komið inn í útgöngusamninginn sem ráðgert er að Bretar geri við Evrópusambandið,“ segir Lilja i ítarlegri umfjöllun um ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert