„Mér finnst þetta guðdómlegt“

Frambjóðendur voru inntir eftir fyrstu viðbrögðum í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins.
Frambjóðendur voru inntir eftir fyrstu viðbrögðum í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ástþór Magnússon segir það vera sorglegt að þjóðin skuli ekki vera meira vakandi yfir því að Ísland gæti orðið friðarríki og vonar hann að þjóðin hugsi sitt mál. Samkvæmt fyrstu tölum mælist Ástþór með 0,37% fylgi.

Guðni Th. Jó­hann­es­son og Halla Tóm­as­dótt­ir eru leiðandi eftir fyrstu tölur. Guðni með 39,38% fylgi og Halla með 29,85% fylgi. 

Frambjóðendur voru inntir eftir viðbrögðum við fyrstu tölum í kosningasjónvarpi RÚV. 

Davíð Oddsson mælist með 13,19% fylgi og sagði hann tölurnar merkilegar. Tölurnar væru flottar bæði fyrir Guðna og Höllu og benti hann á að Halla kæmi á óvart. Fréttamaður vísaði til þess að stundum væri talað um að Davíð hefði aldrei tapað í kosningabaráttu og að hér væri hann mögulega að horfa upp á sinn fyrsta ósigur. Davíð sagðist líða ágætlega þrátt fyrir það og fara brattur og glaður frá baráttunni.

Andri Snær Magnason mælist með 12,09% fylgi. Hann sagði tölurnar ólíkar skoðanakönnunum og bætti við að fróðlegt yrði að sjá þróunina.

Elísabet Jökulsdóttir sagðist vera frosin eftir fyrstu tölur en hún mælist með 0,37% fylgi eftir fyrstu tölur. „Mér finnst þetta guðdómlegt,“ sagði Halla. Spurð hvernig hún tæki í orð um að vera stjarna kosningabaráttunnar sagðist henni líka það mjög vel. „Ég þarf að fara láta árita bikar,“ sagði Elísabet.

Hildur Þórðardóttir fékk 10 atkvæði í fyrstu talningu í Suðurkjördæmi og engin í Suðvesturkjördæmi. Hún sagðist þakklát fyrir að hafa fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og þakklát þeim sem kusu hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert