Seðlabankastjóri yfirmaður Arnórs

Arnór Sighvatsson (t.v.) og Már Guðmundsson.
Arnór Sighvatsson (t.v.) og Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Túlkun á því hverjir eru yfirmenn og undirmenn í skilningi vanhæfisreglna stjórnsýsluréttar fer fyrst og fremst eftir skipulagi stofnunarinnar, þ.e. hverjir eru yfirmenn og undirmenn samkvæmt valdapýramída stjórnvaldsins.“

Þetta segir Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður, spurður um álitsgerð Garðars Gíslasonar, fyrrum hæstaréttardómara, og undirmannavanhæfi aðstoðarseðlabankastjóra gagnvart seðlabankastjóra, sem Morgunblaðið fjallaði um í gær. Álitsgerðin var unnin að beiðni Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og segir m.a. að aðstoðarseðlabankastjóri sé í raun ekki undirmaður seðlabankastjóra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Daníel á að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu í dómi árið 2009 að ráðuneytisstjóri hefði ekki verið næsti yfirmaður tiltekinna starfsmanna sama ráðuneytis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert