„Allir í Danmörku styðja Ísland“

Mikill áhugi er á íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í Danmörku að sögn sjónvarpsfréttamannsins Mads Frimann sem starfar hjá TV2. Stöðin verður með beina útsendingu frá Ingólfstorgi í kvöld en hann segir liðið bæði hafa spilað vel en einnig sé sagan um litla liðið frábær.

mbl.is ræddi við Mads á Ingólfstorgi í dag þar sem verið var að setja upp risaskjá fyrir leikinn í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert