Meintur fíkniefnaframleiðandi tekinn í Kópavogi

Kannabisefni. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki …
Kannabisefni. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á heimili í Kópavogi í gærkvöldi en hann er grunaður um framleiðslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu í nótt í þágu rannsóknar málsins. Í miðborg Reykjavíkur var ölvaður maður handtekinn, grunaður um líkamsárás.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að síðarnefndi maðurinn hafi ekki farið að fyrirmælum lögreglumanna og fékk hann að gista í fangaklefa sömuleiðis. Maðurinn var handtekinn klukkan rúmlega hálfátta í gærkvöldi.

Við Mjóddina var tilkynnt um bifreið sem hafði verið ekið á ljósastaur en ökumaðurinn síðan ekið af vettvangi. Lögreglan hafði hins vegar upp á ökumanninum skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert