Ör fjölgun skráðra óhappa

Fjölgun óvæntra atvika á heilbrigðisstofnunum er fremur rakin til betri …
Fjölgun óvæntra atvika á heilbrigðisstofnunum er fremur rakin til betri skráningar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óvæntum atvikum á heilbrigðisstofnunum fjölgaði um 9,1% frá árinu 2014 til 2015 samkvæmt ársskýrslu Landlæknisembættisins.

Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að aukninguna megi rekja til bættrar atvikaskráningar og víðtækari flokkunar. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem hafa eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.

Af þeim 9.073 atvikum sem voru skráð á árinu 2015 voru 53% tengd falli eða byltu. Því næst komu atvik tengd lyfjameðferð sem voru um 13% af heildarfjöldanum. Þrátt fyrir að heildarfjöldi atvika hafi aukist þá vekur athygli að alvarlegum atvikum fækkaði milli ára um 15% eða úr 33 í 28, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert