„Við þurfum ekkert vító“

Þórður, Tinna og Joachim á Arnarhóli í kvöld.
Þórður, Tinna og Joachim á Arnarhóli í kvöld. mbl.is/Þórður

„Þetta var gæsahúð út í gegn!" segir Þórður Magnússon við blaðamann mbl.is um fyrri hálfleik Íslands og Englands á EM áður en fólksfjöldinn á Arnarhóli byrjaði að öskra „Áfram Íslaaaaand!“ og taka þurfti örstutt hlé í viðtalinu þar sem Þórður tók undir. Hann er á Arnarhóli ásamt þeim Tinnu og Joachim.

Þau þrjú eru sannfærð um að Ísland vinni leikinn og að við þurfum enga vítaspyrnukeppni til að vinna leikinn. „Við tökum þetta bara á hörkunni, að vera Íslendingar, samkeppni, sjálfstraust og ákveðni,“ segir Þórður að lokum. 

„Að Ísland sé yfir á móti Englandi!“

„Þetta var ólýsanlegt. Að upplifa þetta, maður dettur inn í eitthvert „zone.“ Það er ekki hægt að lýsa þessu. Að Ísland sé yfir á móti Englandi!“ segir Anton í samtali við blaðamann mbl.is.

„Þetta er truflað. Ekki óskabyrjun auðvitað en við komum ótrúlega sterkir til baka. Alveg magnað,“ segir Ágúst Friðriksson sem er á Arnarhóli ásamt Antoni.

Trúin datt svolítið niður þegar við fengum markið á okkur en hún kom strax aftur við jöfnunarmarkið,“ segir Anton.

„Ég fór eiginlega í smá blackout! Nei nei, ég fór bara aðeins á taugum,“ segir Anton aðspurður um augnablikið þegar Ísland komst yfir.

Anton og Ágúst.
Anton og Ágúst. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert