Ævintýrið heldur áfram

Stuðningsmenn Íslands létu vel í sér heyra á Stade de …
Stuðningsmenn Íslands létu vel í sér heyra á Stade de Nice í gær og réðu sér ekki fyrir kæti í leikslok, eftir að sigur íslenska liðsins var í höfn. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hélt í gærkvöld áfram að bæta við sitt stærsta afrek í sögunni þegar það sló út England í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi, með 2:1-sigri í Nice.

Þar með er ljóst að Ísland mætir heimamönnum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum á sunnudagskvöld kl. 19, á þjóðarleikvangi Frakka í París, Stade de France, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um sigur Íslands í Nice í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er eiginlega fáránlegt afrek en þetta er það sem maður lifði fyrir, og nú er það orðið að veruleika. Fyrir leikinn höfðum við allir trú á því að þetta væri hægt, við töldum okkur alveg hafa roð við þessu enska liði, og vissum að við gætum refsað þeim. Okkur tókst það,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska liðsins.

„Ég get ekki beðið eftir því að mæta Frökkum. Það verður geysilega erfiður leikur, Frakkar eru búnir að vera sterkir,“ sagði Jón Daði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert