Áhugi Evrópu á Íslandi aldrei meiri

Íslenska landsliðið fagnar eftir leikinn gegn Austurríki. Almenningur í Evrópu …
Íslenska landsliðið fagnar eftir leikinn gegn Austurríki. Almenningur í Evrópu fylgist vel með og áhugi á ferðalögum til landsins hefur aukist mikið síðustu vikurnar. AFP

Áhugi Evrópubúa á Íslandi hefur aldrei verið meiri en núna þegar íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi með sinni ótrúlegu framgöngu. Slá vinsældirnar núna út áhuganum á landi og þjóð þegar Eyjafjallajökulsgosið átti sér stað árið 2010. Þetta má sjá þegar tölur Google index eru skoðaðar.

Frétt mbl.is: Ekki jafnt vinsælt frá eldgosinu

Íslandsstofa fær tölur frá Google index sem flokkaðar eru eftir löndum og samkvæmt því hefur áhugi í Bretlandi, Frakklandi og Austurríki aldrei verið meiri á landi og þjóð. Í Þýskalandi er áhuginn enn aðeins undir áhuganum þegar Eyjafjallajökulsgosið átti sér stað, en er að öðru leyti yfir áhuga Þjóðverja á Íslandi síðustu 11 árin.

Áhugi notenda í nokkrum stærstu ríkjum Evrópu á Íslandi eftir …
Áhugi notenda í nokkrum stærstu ríkjum Evrópu á Íslandi eftir magnaðan árangur á EM. Mynd/Íslandsstofa, Google Index

Þegar áhuginn yfir allan heiminn er skoðaður sést að hann er enn að aukast, en í gær sagði mbl.is frá því að áhugi notenda Google á Íslandi væru rúmlega helmingur þess áhuga sem var í gosinu. Samkvæmt tölum í dag er hlutfallið nú komið upp í um 60%, samkvæmt Google trends.

Þegar sérstaklega eru skoðaðar leitarniðurstöður Google index sem tengjast ferðamennsku og áhuga á Íslandi má einnig sjá að áhuginn á þessu ári er mun meiri en í fyrra, eða sem nemur 82%. Í síðustu viku tók þessi áhugi svo mikinn kipp og er það tengt við árangur Íslands á Evrópumótinu. Var aukningin frá fyrri viku 46%.

Ferðatengdar leitarniðurstöður hafa tekið kipp eftir að árangur Íslands á …
Ferðatengdar leitarniðurstöður hafa tekið kipp eftir að árangur Íslands á EM fór að vekja athygli umheimsins. Mynd/Íslandsstofa, Google Index

Það er því ljóst að árangurinn á fótboltavellinum er að skila talsverðum áhuga á landinu sem mögulega gæti komið atvinnugreinum landsins vel til lengri tíma litið. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir í samtali við mbl.is að árangurinn sé að skapa umfjöllun um landið og heimsóknir á síður ferðaþjónustufyrirtækja hafi verið að tvöfaldast undanfarna daga sem rekja megi til árangursins.

Hún segir að engar tölur séu til um hvað þessi áhugi muni skila í virði fyrir land og þjóð og líklega muni aldrei vera hægt að meta það 100%, en ljóst sé með þessum árangri sé landið að vekja athygli hjá markhóp sem áður þekkti kannski lítið eða ekkert til landsins.

Hlutfallslegur áhugi notenda Google á Íslandi síðustu 11 ár. Áhuginn …
Hlutfallslegur áhugi notenda Google á Íslandi síðustu 11 ár. Áhuginn núna um allan heim er um 60% af því sem Eyjafjallajökulsgosið orsakaði árið 2010. Mynd/Google Trends
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert