Íslendingar fá jafnmarga miða á undanúrslitin

Íslenskir stuðningsmenn á Stade de France. Íslendingar gætu orðið 9.000 …
Íslenskir stuðningsmenn á Stade de France. Íslendingar gætu orðið 9.000 talsins þar, 10. júlí n.k. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslendingar fengu 6.000 miða á leikinn gegn Frökkum, utan þeirra sem fóru í almenna miðasölu. Þetta staðfestir UEFA í samtali við mbl.is.

Íslendingar og Frakkar sem höfðu keypt sérstaka miða sem gefa þeim sjálfkrafa rétt á miðum á leiki sinna liða í útsláttarkeppni mótsins fengu sendan tölvupóst með hlekk á sölusíðu UEFA eftir að almennri sölu lauk. Íslendingum virðist þó hafa dugað að hafa keypt miða á einhvern leik riðlakeppninnar, en líklega er það vegna þess hve fáir keyptu sérstaka miða í útsláttarkeppni mótsins.

Samkvæmt UEFA fengu stuðningsmenn hvorrar þjóðar því 6.000 miða fyrir sig á leikinn á Stade de France á sunnudag. Frakkar fengu því ekki fleiri miða en Íslendingar, þrátt fyrir að vera gestgjafar mótsins.

Fari Ísland í undanúrslit keppninnar munu íslenskir stuðningsmenn aftur fá 6.000 miða á þann leik, sem verður gegn annaðhvort Þjóðverjum eða Ítölum og verður leikinn á Stade Vélodrome í Marseille.

Sigri íslenska liðið þann leik snýr það aftur á Stade de France í úrslitaleik Evrópumótsins 10. júlí, en þar munu íslenskir stuðningsmenn fá fleiri miða, eða 9.000 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert