Landsliðstreyjan alls staðar uppseld

Landsliðstreyjan og treyja Tólfunnar renna út sem heitar lummur.
Landsliðstreyjan og treyja Tólfunnar renna út sem heitar lummur. mbl.is/Golli

Treyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu er uppseld hjá flestum endursöluaðilum. Ný sending af treyjunum kemur til landsins á föstudaginn og önnur í vikunni þar á eftir.

Búist er við því að treyjurnar fari hratt og vel í verslanir. „Eftir glæsilegan sigur Íslendinga á Englendingum hefur fjöldi fyrirspurna borist til okkar, en vegna gríðarlegs álags á símkerfi okkar höfum við því miður ekki náð að svara öllum símtölum. Unnið hefur verið markvisst að því að tryggja fleiri treyjur til landsins,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sama staða er uppi hjá Henson, sem framleiðir stuðningstreyjur fyrir Tólfuna, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Einarsson í Henson að fyrirtækið hafi framleitt um fimm þúsund treyjur sem seljist jafn óðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert