Engar ferðir til Istanbúl

Farþegar á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl í gær, daginn eftir tilræðið.
Farþegar á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl í gær, daginn eftir tilræðið. AFP

Það er fyrst og fremst hræðsla sem veldur því að Íslendingar sem ferðast til Tyrklands virðast halda sig frá Istanbúl á ferðalagi sínu.

Þetta segir Kristín Lind Andrésdóttir, norrænn markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Nazar, en ferðaskrifstofan er sú eina hér á landi sem býður upp á ferðir til Tyrklands. Þrjár sjálfsmorðssprengjur sprungu við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl á þriðjudagskvöld skömmu eftir kl. 22 að tyrkneskum tíma. Breska ríkisútvarpið segir að 41 hafi fallið í sprengjuárásinni.

Nazar flýgur til Antalya, rúmlega 700 kílómetrum sunnar en Istanbúl, en hefur boðið sérstakar ferðir norður til Istanbúl. „Það hefur engin eftirspurn verið eftir slíkum ferðum í sumar. Fólk virðist gera sér grein fyrir hversu langt er frá Istanbúl til Antalya en vill samt ekki fara til Istanbúl,“ segir Kristín sem áætlar að um 1.500 manns muni ferðast frá Íslandi til Antalya í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert