Fá þrjá mánuði til að skila inn uppgjöri

Efstu frambjóðendur í sjónvarpssal.
Efstu frambjóðendur í sjónvarpssal. mbl.is/Árni Sæberg

Enn sem komið er hefur enginn forsetaframbjóðendanna níu skilað kostnaðarupplýsingum um framboð sitt til Ríkisendurskoðunar.

Þeim ber að skila upplýsingum um tekjur og kostnað vegna kosningabaráttunnar til Ríkisendurskoðunar í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að forsetakjör fór fram og því hafa þeir frest til 24. september til þess.

Fari heildartekjur eða heildarkostnaður vegna kosningabaráttu yfir 400.000 krónur þarf frambjóðandinn að skila inn uppgjöri en sé upphæðin undir þeirri upphæð dugar að skila inn yfirlýsingu þar um með rafrænum hætti. Kostnaður má að hámarki vera 150 kr. vegna hvers íbúa á kjörskrá fyrir landið allt. Á henni voru 245.004 manns svo hver frambjóðandi hefur ekki mátt eyða yfir 36,8 milljónum króna í framboð sitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert