Konur líklegri líffæragjafar en karlar

Gervihjarta.
Gervihjarta.

Einstaklingum sem taka afstöðu til líffæragjafar hefur fjölgað verulega á síðustu árum eftir innleiðingu rafrænnar skráningar sem tekin var í gagnið í október 2014.

Að sögn Runólfs Pálssonar, yfirlæknis nýrnalækninga á Landspítala og prófessors í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands, er skammur biðtími hér á landi miðað við aðrar vestrænar þjóðir. „Líklega má rekja það til þess að það hefur verið minni eftirspurn hér en annars staðar vegna þess að tíðni lokastigsbilana í líffærum hefur ekki verið eins há.“

Af þeim 23.880 manns sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar á heimasíðu Landlæknis vekur athygli að um 67% af heildarfjöldanum eru konur. Í fréttaskýringu um þetta mál segir Runólfur  þessa staðreynd vera vel þekkta um heim allan og til eru ýmsar kenningar sem reyna að skýra misræmið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert