Nýja forsetafrúin í sendiráðsboði

Margt góðra gesta mætti í hið árlega þjóðhátíðarboð sendiherra Bandaríkjanna sem haldið var í gær, miðvikudag. Samkvæmi þetta er jafnan haldið í nálægð við þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna sem er 4. júlí.

Fólk sem er áberandi í pólitík, viðskiptum, fjölmiðlun, háskólasamfélaginu og embættismannakerfinu var á samkomunni í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Robert Barber sendiherra flutti ávarp, tónlistarmenn komu fram og bryddað var upp á fleiru skemmtilegu í troðfullum sal.

Meðal gesta í boðinu var Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar, verðandi forseta Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert