Stuðningurinn kostar sitt

Úrvinda. Íslenskir stuðningsmenn leggja allt í sölurnar fyrir EM.
Úrvinda. Íslenskir stuðningsmenn leggja allt í sölurnar fyrir EM. mbl.is/Golli

Íslendingar hafa lagt sig alla fram í stuðningi við íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í kjölfar velgengni þess í Frakklandi.

Margir hafa óvænt keypt sér flugfar til Frakklands til að missa ekki af tækifærinu að sjá landsliðið spila á stórmóti.

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að leiða megi líkur að því að einhverjir eigi í greiðsluvandræðum að loknu mótinu. Reynsla fyrri ára sýni að eftir sumar- og jólafrí fjölgi umsóknum hjá embættinu, en þær hafa verið um 130 talsins á mánuði á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert