Embættismenn tekjuhærri en ráðherrar

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Jim Smart

Ráðuneytisstjórar skjótast upp fyrir ráðherra í launum eftir að kjararáð úrskurðaði um launahækkanir ráðuneytis- og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands. Hækkunin nemur á bilinu 28 til 35 prósentum hjá skrifstofustjórum og 36 til 37 prósentum hjá ráðuneytisstjórum.

Í öðrum úrskurði úrskurðaði kjararáð um 7,15 prósenta hækkun launa hjá þeim hópum sem heyra undir kjararáð. Hækkunin tók gildi um síðustu mánaðamót og nær til alþingismanna, ráðherra, dómara, presta, prófasta, saksóknara, sendiherra og forstöðumanna ríkisstofnana.

Eftir hækkunina verða laun forsætisráðherra, sem er launahæsti ráðherrann, um 1,6 m. kr. á mánuði samanborið við 1,8 m. kr. mánaðarlaun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Aðrir ráðherrar eru með tæplega 1,5 milljón á mánuði eftir hækkun en ráðuneytisstjórar í öðrum ráðuneytum en forsætisráðuneytinu eru með um það bil 1,7 milljón á mánuði.

Fréttir mbl.is um úrskurði kjararáðs:

mbl.is - Kjararáð hækkaði laun um 7,15 prósent

mbl.is - Launin hækka um allt að 40%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert