Góður grásleppuafli, en færri bátar

Vertíðin gekk á flestum stöðum prýðilega ef frá er skilið …
Vertíðin gekk á flestum stöðum prýðilega ef frá er skilið Norðausturland frá Raufarhöfn og suður með Austurlandi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Útlit er fyrir að heildarafli á grásleppuvertíðinni í ár verði um tíu þúsund tunnur á móti um 12.150 tunnum í fyrra, að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda.

Afli á hvern veiðidag hefur verið um 14% meiri í ár heldur en 2015, sem var þó besta árið í áratug. Fjórðungi færri bátar stunduðu veiðarnar í ár heldur en í fyrra og skýrist það að mestu af lágu verði framan af vertíð.

Nú í lok vikunnar voru 17 bátar að grásleppuveiðum á innanverðum Breiðafirði, en á sama tíma í fyrra voru þeir 23. Veiðum á öðrum svæðum er lokið. Vertíðin gekk á flestum stöðum prýðilega ef frá er skilið Norðausturland frá Raufarhöfn og suður með Austurlandi. Á því svæði var hins vegar mokveiði á vertíðinni 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert