Margháttaðar breytingar á lífeyriskerfinu

mbl.is/Styrmir Kári

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur lagt fram til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Er frumvarpið liður í heildarendurskoðun laga um almannatryggingar sem stjórnvöld hafa unnið að undanfarin ár.

Meðal helstu breytinga með frumvarpinu má nefna að bótaflokkarnir – grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu, verði sameinaðir í einn flokk, ellilífeyri. Fjárhæð sameinaðs bótaflokks verður 212.776 kr. á mánuði, eða um 2,5 milljónir á ári.

Lagt er til að frítekjumörk verði afnumin og að fjárhæð ellilífeyris lækki um sama hlutfall, eða 45% vegna tekna frá öðrum en almannatryggingum. Í dag er þetta hlutfall mismunandi eftir tegund tekna. Áfram er gert ráð fyrir að ákveðnar tekjur, s.s. greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, verði undanskildar við útreikning á tekjuviðmiðinu.

Þá er í frumvarpinu lagt til að hækka lífeyristökualdur í skrefum um þrjú ár, úr 67 í 70 ára, yfir 24 ára tímabil. Þannig verður hækkunin tveir mánuðir á ári fyrstu 12 árin og síðan einn mánuður á ári næstu 12 ár eftir það. Einnig er upphafsviðmiðunaraldur lífeyrisréttinda hækkaður um tvö ár, úr 16 í 18 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert