Mikil ölvun í miðborginni í nótt

mbl.is/Styrmir Kári

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morgun sinntu lögreglumenn alls 80 málum. Ölvun var áberandi mikil í miðborginni fram eftir nóttu og þurftu lögreglumenn oft að grípa inn í og afstýra vandræðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir einnig að sex voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna ölvunar og óspekta.

Lögregla þurfti að auki að hafa afskipti af tveimur hrossum á Vesturlandsvegi og því til viðbótar voru sex handteknir vegna gruns um ölvunar/fíkniefnaakstur. Tveir þeirra gista fangageymslur vegna rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert