Nýr Kaldbakur EA sjósettur

Kaldbakur sjósettur í skipasmíðastöðinni Cemre í Yalova rétt við Istanbul.
Kaldbakur sjósettur í skipasmíðastöðinni Cemre í Yalova rétt við Istanbul. Ljósmynd/ÚA

Nýr skuttogari Útgerðarfélags Akureyringa var sjósettur í gærmorgun í Tyrklandi. Skipið er smíðað hjá Cemre-skipasmíðastöðinni í Yalova rétt við Istanbúl.

Skuttogarinn á að afla hráefnis fyrir frystihús félagsins og leysa gamla Kaldbak EA af hólmi, en hann er kominn vel á fimmtugsaldurinn. Nýi togarinn mun fá nafnið Kaldbakur og einkennisstafina EA 1. Honum verður formlega gefið nafn við heimkomuna.

Togarinn er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Samið var um nýsmíðina í september 2014 og á að afhenda skipið á haustmánuðum. Skipið var hannað af Verkfræðistofunni Skipatækni, Bárði Hafsteinssyni, starfsmönnum Samherja og sérfræðingum sem þjónusta flota Samherja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert