Spennan vex fyrir Frakkaleikinn

Íslensku landsliðsmennirnir fengu senda stuðningskveðju alla leið frá Kaupmannahöfn þar …
Íslensku landsliðsmennirnir fengu senda stuðningskveðju alla leið frá Kaupmannahöfn þar sem dagblaðið Politiken stóð fyrir samkomu. Ljósmynd/Politiken.

Víðs vegar um landið og raunar um heim allan búa Íslendingar sig undir að fylgjast með leik Íslendinga og Frakka í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á sunnudag.

Við Arnarhól verður komið fyrir stærri skjá og enn öflugra hljóðkerfi en á leik Íslands og Englands, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fjöldi Íslendinga hefur tryggt sér miða á leikinn og nánast er hægt að tala um loftbrú milli Íslands og Frakklands í dag og á morgun.

Spennan hefur magnast dag frá degi frá því að mótið hófst og áhorf á sjónvarpsútsendingar verið mikið. „Áhorfið á íslenska landsliðið á Evrópumeistaramótinu hefur vaxið eftir því sem liðið kemst lengra,“ segir Kári Jónsson hjá Símanum.

Í umfjöllun um leikinn og aðdraganda hans í Morgunblaðinu í dag segir Gregoire Fleurot, blaðamaður franska íþróttadagblaðsins L'Equipe, íslenska liðið gott en það hafi engu að síður komið sér á óvart. „Styrkleikar þess eru margir en ég vil nefna liðsandann. Hann er frábær. Mér finnst líklegt að andinn í íslenska liðinu sé betri en í nokkru öðru liði á EM,“ segir Fleurot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert